Orlofshús í Reykjaskógi – Hrísholt

Húsið er í Reykjaskógi í Biskupstungum.  Í húsinu eru 2 svefnherbergi annað með hjónarúmi, hitt með tvíbreiðu rúmi og kojum.  Á lofti er tvíbreiður svefnsófi og 4 svampdýnur.  Sængur og koddar eru fyrir 10 manns. Ungbarnarúm er undir hjónarúmi.

Í húsinu er útvarpstæki með segulbandi og geislaspilara einnig sjónvarp með innbyggðu myndbandstæki.

Í eldhúsi eru ísskápur með frystihólfi, uppþvottavél og önnur rafmagnstæki og borðbúnaður fyrir 12 manns.

Á pallinum er heitur pottur, útiborð og stólar, kolagrill og gasgrill.

Aðgengi fyrir hjólastóla er að húsinu um skábraut og breiðar dyr.