Kjaramál

Samkomulag FSS og fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila var undirritað 11. apríl 2014 og samþykkt af 80% greiddra atkvæða félagsmanna þann 23. apríl sl.

Aðalatriði samningsins eru
Gildistími er frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015
Laun hækka frá 1. mars 2014 um 2,8% eða 8.000
Eingreiðsla kr. 14.600 greidd 1. maí 2014
Eingreiðsla kr. 20.000 greidd 1. apríl 2015
Orlofsuppbót greidd 1. júní 2014 kr. 39.500 fyrir fullt starf
Persónuuppbót greidd 1. desember 2014 kr. 73.600 fyrir fullt starf
Nýr kafli um fræðslumál sem kveður á um námsleyfi á launum

Samningnum fylgir bókun um fjármagn sem FSS mun dreifa á ráðuneyti/stofnanir til hækkunar launa. Upphæðin er kr. 11.000.000 á ársgrundvelli og mun FSS leggja til að hún verði notuð til að hækka skrifstofufólk í lægstu launaflokkum um einn launaflokk. Útfærsla á þessum lið verður framkvæmd síðar á árinu.

Samkomulag fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og BSRB – undirritað 27. mars 2014

Heildarútgáfa kjarasamninga FSS við ríkið á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins